You are currently viewing Bókanir í fullum gangi
Bókanir í fullum gangi

Nú er akkúrat rétti tíminn til að láta sig dreyma um góða stund við árbakkann næsta sumar. Það er alltaf gott að leyfa sér að hlakka til sumarsins og laxveiðinnar og þess stóra sem kemur örrugglega í næsta kasti!

Við höfum nú hafið bókanir í Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár. Bókanir í Affalli og Þverá hefjast væntanlega innan skamms. Eins og við sögðum þá hækkum við leyfin í Eystri og Hólsá eingöngu um 5% þrátt fyrir 8% verðbólgu sem er raunlækkun á veiðileyfum. Geri aðrir betur!

Vefsalan okkar hefur verið opnuð og sjá má lausa daga með því að smella hér: https://kolskeggur.is/vefsala/  Þarna getur að líta spennandi daga og holl á öllum verðbilum. Að auki eigum við eftir úthlutun snemmsumarsholl í Hólsá 1-3.07 og 3-5.07. Þetta eru spennandi holl fyrir stórlaxinn sem er að mæta á þessum tíma.

Viljir þú bóka fyrir næsta sumar þá er um að gera að senda Jóhann Davíð línu á: johann@kolskeggur.is

Veiðikveðja

Jóhann Davíð