You are currently viewing Breiðdalsá – nýtt veiðisvæði!
Breiðdalsá – nýtt veiðisvæði!

Við hjá Kolskegg kynnum með stolti til sögunnar okkar nýjasta veiðisvæði sem er Breiðdalsá í Breiðdal. Þeir sem til þekkja vita að Breiðdalsá er einhver stórbrotnasta á landsins og hefur hún að geyma fljölbreytta og fallega veiðistaði.

Hér má sjá nánari upplýsingar og myndir af ánni: https://kolskeggur.is/breiddalsa/

Breiðdalsá hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár en við ætlum að breyta því aldeilis til hins betra. Við ætlum að stórauka sleppingar og með því auka laxgengd og hækka veiðitölur. Síðasta sumar var sleppt í ána um 60 þús seiðum sem ætti að skila veiði yfir 500 löxum næsta sumar. Við stefnum svo að því að auka sleppingar enn frekar.

Til að byrja með verður áin eingöngu seld í heilum hollum en verði er stillt mjög í hóf. Verðskráin verður sem hér segir:

20.06-02.07 (sex stangir) – stöngin á 17.000 krónur á dag

2-8.07 (sex stangir) – stöngin á 25.000 kr á dag

8-15.07 (sex stangir) – stöngin á 40.000 kr á dag

15.07 – 20.08 (átta stangir) – stöngin á 50.000 kr á dag

20.08 – 10.09 (átta stangir) – stöngin á 40.000 kr á dag

10.09 – 20.09 (sex stangir) – stöngin á 30.000 kr á dag

Gisting verður í veiðihúsinu Eyjum og er þar boðið upp á tveggja manna herbergi með morgunverði á 40.000 nóttin fyrir herbergið.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is