You are currently viewing Ný veiðisvæði
Ný veiðisvæði

Við hjá Kolskegg höfum bætt við okkur nokkrum frábærum veiðisvæðum fyrir næsta sumar. Ber þar fyrst að nefna Austurbakka Hólsár sem er stórskemmtilegt 6 stanga svæði og fylgir með frábært veiðihús með sex tveggja manna herbergjum sem eru öll með baði. Þar er pottur og allt til alls svo ferðin verði hin besta, já og svo er auðvitað fantafín veiði þarna þar sem allur lax sem gengur í Eystri Rangá fer þarna í gegn.

Affallið er ein af nýju perlunum okkar en þar veiddust yfir 1700 laxar í sumar. Síðust en ekki síst er svo Þverá í Fljótshlíð sem leynir á sér og var að gefa vel í sumar sem leið.

Jóhann Davíð veitir allar upplýsingar um þessi frábæru veiðisvæði

johann@kolskeggur.is