You are currently viewing A. Bakki Hólsár – Neðra svæði 2024
A. Bakki Hólsár – Neðra svæði 2024

Við vorum búin að nefna að til stæði að reisa veiðihús fyrir neðra svæði austurbakka Hólsár og nú er það að verða að veruleika. Fyrir sumarið hafa verið reist tvö hús sem standa neðarlega á svæðinu við stað númer 6. Í hvoru húsi er að finna tvær íbúðir en gistipláss er fyrir tvo í hverri íbúð. Á milli íbúðana er svo rými sem ætlað er til að elda mat og setjast að loknum veiðidegi. Við munum selja að lágamarki tvær stangir saman í tvo daga í senn og fylgir þá hverjum pakka með tveimur stöngum eitt hús með tveimur íbúðum og þessu miðjurými til að matast, sitja og spjalla um veiðina.

 

Veiðin á svæðinu var ágæt síðasta sumar en þá veiddust 96 laxar og annað eins af sjóbirting. Við vonum að með því að bjóða upp á hús á svæðinu muni veiðimönnum líða enn betur og dvölin verði á allann hátt ánægjulegri. Það er líka kostur að veiða nú svæðið í tvo daga en með því losnar um stressið að þurfa að veiða allt á einum degi.

Þeir sem voru með stangir síðasta sumar fá forgang að hollum en eftir það er opnað fyrir almenna sölu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is