You are currently viewing Affall – losnaði holl!
Affall – losnaði holl!

Það losnaði eitt holl í Affalli í landeyjum hjá okkur 8-10.07 sem er helgi. Að auki eigum við eftir tvö holl í október en öll þessi holl má sjá og ganga frá kaupum í vefsölunni hér – Affall Leyfi

Þverá í Fljótshlíð er líka ákaflega vel seld en þar eigum við best eitt holl 23-25.07 sem má kaupa í vefsölunni hér:

Þverá – leyfi

Á Austurbakka Hólsár eigum við spennandi holl í byrjun tímabils frá 15-17 og 17-19.06, allur laxinn sem gengur í Eystri fer þarna í gegn og því líkur á að veiða stórlax í göngu. Við eigum að auki eitt holl sem losnaði á besta tíma eða 8-10.08, best að hafa samband við undirritaðann hafi menn áhuga á því.

Hér má sjá holl á Austurbakka Hólsár aðalsvæði –  Hólsá aðalsvæði – leyfi

Neðra svæðið á Austurbakkanum er líka ákaflega spennandi en þar um fer allur lax sem gengur í bæði Eystri og Ytri Rangá auk Þverár. Þar er hægt að gera mjög góð kaup í  laxveiðileyfum og stöngin á einungis frá 20.000 upp í 35.000 á dag og við höfum lækkað verðið hér duglega.

Hér má sjá leyfi – Hólsá neðra svæði – leyfi

í Eystri Rangá er eitthvað enn eftir að hausti en framboð fer ört minnkandi, ekki bíða ef þú vilt tryggja þér leyfi.

Eystri Rangá – leyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is