You are currently viewing Austurbakki Hólsár – Neðra svæði komið í vefsölu
Austurbakki Hólsár – Neðra svæði komið í vefsölu

Við vorum að skella neðra svæði Austurbakka Hólsár í vefsöluna og er hægt að tryggja sér leyfi þar.

Neðra svæðið er gríðarvíðfemt og nær frá og með veiðistað númer 13 – Árbakki til og með veiðistað númer eitt – Ós. Þó að það séu 13 merktir veiðistaðir þá eru þeir fleiri þar sem áin breytir sér mjög á milli ára og leynast oft nýjir tökustaðir á milli merktra veiðistaða.

Óhemju magn af laxi fer í gegn um svæðið en þar fer allur lax sem er á leið í Rangárnar, Þverá og Austurbakka Hólsár. Að auki veiðist sjóbirtingur á neðra svæðinu.

Neðra svæðið verður á kynningarverði í sumar og kostar stöngin frá 20-35 þúsund krónur sem er með ódýrari laxveiðileyfum sem finnast og veiðivon getur verið góð.

Hér má kaupa leyfi á neðra svæði Austurbakka Hólsár: Austurbakki Hólsár neðra svæði