You are currently viewing Stangir á lausu!
Stangir á lausu!

Kæru veiðimenn,

Eystri Rangá hefur verið uppseld um nokkurt skeið en vegna kóvid afbókunnar losnuðu tveir dagar í október eða 12 og 13. Þessa daga er veitt frá morgni til kvölds án gistiskyldu en hægt er að bóka herbergi með morgunverði á 20 þús vilji menn koma kvöldið fyrir veiðidag. Þetta er síðasti séns að komast að í ánni þetta tímabil.

Hér má skoða og kaupa leyfi: Eystri Rangá leyfi

Við vorum líka að bæta við ódýrum hollum í haustveiðina á Austurbakka Hólsár. Hollið með frábæru veiðihúsi er á eingöngu 290 þúsund. Menn geta þrifið eftir sig sjálfir en vilji þeir það ekki þá er hægt að kaupa uppábúið og þrif aukalega á 50 þúsund.

Hér má sjá október holl á Austurbakka Hólsár: Hólsá vefsala