You are currently viewing Fréttir af Þverá í Fljótshlíð
Fréttir af Þverá í Fljótshlíð

Veiðin í Þverá hefur verið döpur í sumar og það hjálpaði ekki ánni þessi tveggja mánaða þurrkakafli sem gekk yfir landið. En nú er Eyjólfur að hressast. Við höfum af því fregnir að síðustu holl hafi verið að gera ágætis veiði. Rúnar, Rafn, Eyjólfur og félagar voru til að mynda með 10 fiska eftir tvo daga og sést Rafn með einn vænann á myndinni.

Þverá er síðsumarsá og oft gefa haustin vel í henni, við erum því spennt fyrir framhaldinu. Við eigum nokkur holl eftir í sumar sem sjá má hér; https://kolskeggur.is/product-category/thvera/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is