You are currently viewing Vor -snemmsumarsveiði
Vor -snemmsumarsveiði

Það er nokkuð þekkt í þessum laxafræðum að eftir gott smálaxaár þá kemur gott stórlaxaár, en auðvitað eru einhverjar breytur sem geta haft áhrif á þetta eins og þá sérstaklega staðan á hafinu. Ef þessi kenning stenst í ár ætti að vera stórlaxaveisla í Eystri Rangá snemmsumars en eins og menn vita veiddust yfir 9000 laxar í ánni á síðasta ári og þar af var smálax um 90%.

Við þurfum ekki að fara lengra aftur en til 2016 til að sjá hvað gæti gerst en þá voru komnir á land 1111 laxar þann 06.07 og nánast allt stórlax.

Vikuskiptingin úr ánni er svohljóðandi árið 2016

15-22.06 – 154 laxar /  22-29.06 – 240 laxar / 29.06 – 06.07 – 611 laxar.

Það verður spennandi að sjá hvort þetta rætist og stórlaxinn fjölmenni í partýið.

Eystri Rangá er uppseld snemmsumars en við eigum nokkur holl eftir í Hólsá sem má sjá hér –

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is