You are currently viewing Vorveiðin að hefjast!
Vorveiðin að hefjast!

Nú er rétt aðeins meira en vika í að menn geti loksins farið að veiða aftur. Mörg veiðisvæði opna fyrir sjóbirting og silungsveiði þann 01.04. Við hjá Kolskegg erum með eitt veiðisvæði sem opnar fyrsta apríl og er það Austurbakki Hólsár.

Spennandi verður að sjá hvernig gengur en við höfum friðað allan sjóbirting síðan við tókum við svæðinu og erum að vonast eftir bættri veiði með hverju árinu sem líður.

Við eigum nokkur holl eftir í vor sem sjá má hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/

Við færum ykkur svo fréttir af svæðinu eftir opnun.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is