You are currently viewing Það haustar!
Það haustar!

Nú fer að líða að vertíðarlokum þetta árið en enn er þó veitt á okkar svæðum. Affallið gefur ekkert eftir og er nú komið í 990 laxa sem er stórkostlegur árangur fyrir fjögurra stanga á.

Enn tosast upp úr Eystri Rangá og er hún nú komin í 3642 laxa sem er betri veiði en í fyrra þegar hún endaði í 3274. Nú í október er eingöngu veitt á 12 stangir í Eystri og er ákaflega rúmt um veiðimenn og svæðin stór. Við eigum örfáa daga lausa núna í október sem má finna hér:

https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

það er kropp í Þverá og Austurbakki Hólsár hefur verið lítið stundaður síðustu daga.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@koslekggur.is