You are currently viewing Þverá í Fljótshlíð 2023
Þverá í Fljótshlíð 2023

Þverá í Fljótshlíð olli nokkrum vonbrigðum í sumar en við satt að segja bjuggumst við mun betri veiði. Sleppingar fyrir sumarið voru í magni sem hefði átt að gefa mun betri veiði en raun var á. Hvað olli er erfitt að segja en heimtur voru afar slæmar nú í sumar.

Við erum þó að vona að hluti af þessari sleppingu skili sér sem stórlax í sumar auk þess sem við erum bjartsýn varðandi sleppinguna nú í sumar sem leið. Seiðin voru af góðum gæðum og fóru úr tjörnum í topstandi. Ef við skoðum söguna í Þverá hefur hún átt til að fara í lægð en eftir það alltaf risið upp og skilað fínni veiði. Við vonum og búumst við að sú verði raunin næsta sumar.

Þverá er mjög skemmtileg á að veiða þar sem nota má bæði maðk og flugu og aðgengi er mjög gott.

Við eigum veiðileyfi á góðum tíma í Þverá sem hægt er að kaupa og skoða hér: https://kolskeggur.is/product-category/thvera/

Veiðikveðja – Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is