You are currently viewing Gefur júní tóninn í Eystri Rangá?
Gefur júní tóninn í Eystri Rangá?

Síðuritari lagðist í tölur og skoðaði hverning laxveiðin fór af stað annars vegar metárið 2020 og svo 2021 sem var öllu síðra.

Laxveiðin í Eystri opnar þann 15.06 og við skulum skoða þann dag þessi tvö ár:

2020 – 17 laxar veiddir á bilinu 72-99 cm

2021 – 2 laxar veiddir á bilinu 80-89 cm. 

Hér má strax sjá að veiðin á opnunardeginum var töluvert mikið verri ári 2021 og munar þar heilum 15 löxum á milli ára.

Næst skoðum við heildarveiðina í júnímánuði og þar var einnig töluverður munur.

2020 – heildarveiði í júní 147 laxar og þar af 28 smálaxar. 

2021 – heildarveiði í júní 85 laxar og þar af 6 smálaxar. 

Þarna vekur strax eftirtekt að veiðin er 42% minni í júnímánuði árið 2021 en árið á undan. En það sem vekur líka eftirtekt er að smálaxinn mætti fyrr og var fjölmennari á metárinu. Það veiddust 78% færri smálaxar í júnímánuði árið 2021 en 2020.

Það má því segja að smálaxaveiðin í júní hafi gefið svolítið tóninn fyrir sumarið.

Árið 2020 veiddust í ánni 7936 smálaxar og voru þeir 88.5% af heildarveiðinni en árið 2021 voru þeir einungis 2074 og 63.3% af heildarveiðinni.  Árið 2021 drógst smálaxaveiðin saman um 73% miðað við árið á undan og virðist veiðin í júní hafa gefið tóninn um það sem koma skal.

Hvort það sé algilt og hægt sé að spá til um hverning tímabilið verður í hvert sinn tel ég vera hæpið en það er alla vega áhugavert að bera þetta saman.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is