You are currently viewing Flott vika í Eystri og Affallinu
Flott vika í Eystri og Affallinu

Eystri Rangá er búin að vera að skila fínni veiði síðustu vikur og gaf síðasta vika til að mynda 221 lax sem gefur okkur meðalveiði upp á 31 lax á dag eða  1.8 lax á stöng á dag. Veiðin meira að segja batnaði á milli vikna en vikan þar á undan gaf 206 laxa.

Það er farið að minnka verulega framboðið í haust og allt sem við eigum eftir er að finna hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/  Ef þú ert ekki alveg til í pakka niður strax þá má fá leyfi á fínu verði í Eystri í Haust.

Við ræddum það i síðasta pistli að Affallið myndi líklega skríða inn á topp tíu listann og það var ekki lengi þess að bíða að það gerðist. Affallið er núna með 870 laxa veidda og tók þar með 10 sætið. Enn er fín veiði í Affallinu og það fer líklega hærra upp listann. Affallið er uppselt í ár.

Þverá í Fljótshlíð skreið yfir 150 laxa sem er betra en á sama tíma en í fyrra, hún fer líklega yfir 200 laxa markið í ár. Myndin með greininni er af Skarphéðni með 95 cm lax úr Þverá í fyrra. Vonandi hrekkur einn svona á land í haust.

Austurbakki Hólsár er kominn yfir 400 laxa sem er betri veiði en í fyrra. Nú er hægt að kaupa þar staka daga án veiðihúss á góðu verði:

https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-adalsvaedi/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is