You are currently viewing Laxveiði í júní
Laxveiði í júní

Það er gaman að veiða í júni, þennan fyrsta mánuð sem hægt er að renna fyrir lax á Íslandi. Veiðin er aldrei í miklu magni þar sem smálaxinn er sjaldnast mættur svona snemma en stærðin á fiskunum sem von er á bætir upp fyrir magnið. Ég fyrir mitt leiti er alltaf frekar til í einn 10 p plús eða marga smálaxa.

Eystri Rangá opnar þann 15.06 og að því er best við vitum er uppselt í vorveiðina þar. En örvæntið ekki! Við eigum til tvö holl í júní á Austurbakka Hólsár, allur lax sem gengur í Eystri Rangá fer þarna í gegn! Í fyrra veiddist fyrsti laxinn á Austurbakkanum 05.06 og árið þar á undan 01.06. Þetta er aldrei nein magnveiði á þessum tíma en þeir eru stórir!

Við eigum holl 15-17.06 sem er á samtals 590 þús eða 49 þús stöngin á dag með gistingu í glæsilegu veiðihúsi við árbakkann. Ef 12 vinir fara saman er hver og einn að greiða samtals 49 þúsund fyrir tveggja daga veiði með gistingu, heitum potti og vonandi frábærum félagsskap við ána.

Við eigum svo annað holl 19-21.06 sem er örlítið dýrara eða 670 þús hollið.

Eftir það er allt uppselt á aðalsvæði fram í september en við eigum enn flotta daga á neðra svæði sem fá má á góðu verði.

Hér má sjá laus leyfi á Aðalsvæði Hólsár: Hólsá Aðalsvæði – leyfi

Hér má sjá laus leyfi á Neðra Svæði:

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is