You are currently viewing Takk fyrir veiðisumarið!
Takk fyrir veiðisumarið!

Í gærkveldi undir myrkur var síðasta kastið tekið á veiðisvæðum okkar þetta tímabilið. Við erum mjög sátt með tímabilið en þúsundum laxa var landað úr ánum sem við höfum yfir að ráða og fjölmargar veiðisögur urðu til.

Betri veiði var í öllum okkar ársvæðum en árið á undan og ber þar sérstaklega að nefna Affallið sem skilaði yfir 1000 löxum á fjórar stangir.

Nú er bara að pakka niður og byrja strax að hlakka til næsta árs.

Takk kærlega fyrir sumarið kæru veiðimenn.

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is