You are currently viewing Affallið hrokkið í gang!
Affallið hrokkið í gang!

Heldur var tregt fyrstu daga júlí í Affallinu og það eina sem hélt mönnum við efnið voru sjóbirtingar. En…nú er það aldeilis breytt og Affallið datt í gang með hvelli.

Hollið sem var að veiðum 14-16.07 varð loks vart við laxagöngur og kom fyrsti laxinn á land þann 14 en síðan ekkert meir þangað til þann 16 en þá komu á land á morgunvaktinni einni 8 laxar. Hollið sem tók við var svo líka í frábærum málum en Bjarki Hvannberg og félagar fengu 13 laxa og þar af voru tveir maríulaxar. Affallið er því þegar þetta er skrifað komið í 22 laxa sem er aldeilis hressileg bæting. Nú er bara að vona að þessi góða veiði haldi áfram og að ekkert lát verði á göngum í ána.

Á myndinni má sjá Hildi Sunnu Pálmadóttur með glæsilegan stórlax tekinn á Collie Dog í veiðistað númer 11.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is