You are currently viewing Hólsá – Neðra svæði
Hólsá – Neðra svæði

Vel hefur bókast á aðalsvæði Hólsár og nú er svo komið að svæðið er uppselt frá 19.06 -01.09. Við viljum vekja athygli á að enn eru laus nokkur holl í spennandi júniveiði  og eins í september.

Það er annað svæði í Hólsá sem hefur farið minna fyrir og það er svokallað neðra svæði sem er frá og með veiðistað númer 13 – Árbakki og alla leið út í sjó. Það er alveg óhemja af laxi sem fer þarna um þegar göngur eru í hámarki og þeir sem lenda á göngu þarna geta lent í sannkallaðri veislu.

Á neðra svæði Hólsár eru seldar tvær og tvær stangir saman í heilan dag í senn. Verði er stillt í hóf eða frá 35-45 þúsund krónur stöngin á dag.  Svæðið er eingöngu selt sér þegar göngur eru mestar eða frá 1.07 -15.08, á öðrum tíma fylgir það aðalsvæði.

Hér má kynna sér svæðið: Hólsá Neðra Svæði 

Hér má skoða og kaupa leyfi: Hólsá Veiðileyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is