You are currently viewing Eystri á toppinn!
Eystri á toppinn!

Veiðin í Eystri Rangá stendur nú í 1292 löxum veiddum sem skilar henni toppsætinu á listanum yfir mestu heildarveiði þetta sumarið. Enn er að veiðast lúsugur stórlax í bland við smálaxinn. Þeir eru margi glæsilegir stórlaxarnir sem hafa komið úr ánni og á myndinni má sjá einn 97 cm höfðingja þykkann og flottann.

Austurbakki Hólsár er kominn í 241 lax og þar hefur verið ágæt veiði undanfarna viku. Affallið er komið í 107 laxa sem er nánast helmingsbæting á einni viku, vonandi mun veiðin aukast enn frekar þar á næstunni en Affallið er oft best síðla sumars.

Þverá í Fljótshlíð er komin í 43 laxa og er þar sömuleiðis meira en helmingsbæting á einni viku.

Síðuritari hefur fengið ansi margar fyrirspurnir um laus leyfi en afar lítið er orðið eftir þetta tímabilið. Öll laus leyfi má finna í vefsölu hér á síðunni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is