You are currently viewing Uppáhalds veiðistaðurinn – Borgar Antonsson
Uppáhalds veiðistaðurinn – Borgar Antonsson

Borgar sendi okkur þessa skemmtilegu frásögn af uppáhalds veiðistaðnum sínum, gefum Borgari orðið:

Góðan daginn Jóhann.
Uppáhalds veiðistaðurinn minn í dag myndi vera Sjálfhelda í Jökulsá á dal.


Sjálfhelda er staður sem var aldrei veiddur fyrstu árin eftir að veiði byrjaði í jöklu einfaldlega vegna þess að fólk vissi ekki af þessum stað og nóg er af öðrum stöðum sem orðir voru þekktir sem fólk eyddi frekar tíma sínum á. En Sjálfhelda er í raun tveir veiðistaðir efri og neðri Sjálfhelda.
En undanfarin ár hefur þessi staður orðið talsvert vinsæll hjá sumum veiðimönnum og held ég að það hafi verið Matti í Mýrarkvísl sem fyrst fór með veiðimenn í þennan stað, en þessi veiðistaður er alls ekki öllum að skapi því aðgengi að staðnum er ekki fyrir hvern sem er og bakhandarköst ekki í boði og stundum liggur fiskurinn mjög utarlega svo það þarf að koma flugunni talsvert langt út til að ná til þeirra fiska.
Fyrst þegar ég fór á þennan stað fór ég með Axel Ó sem hafði verið að guida í hollinu sem var á undan okkur hjónum, Axel sagði að ég yrði að prufa þennan nýja stað sem var þá efri Sjálfhelda þvi alltaf þegar hans fólk átti þetta svæði fór hann með einhvern þarna niður og alltaf var tekin einn fiskur í hverri heimsókn.
Ég fer niður og byrja að kasta á meðan frúin og Axel fylgjast með að ofan, fljótlega set ég í fisk sem var að mig minnir 75-80 cm og landa ég honum eftir stutta viðureign og eftir mælingu og myndatöku var honum sleppt.
það var þá sem Axel sagði að hans fólk hefði alltaf bara náð einum í hvert sinn sem þau veiddu staðinn svo ég sagði þá að það þyrfti að bæta úr því.
Svo ég hélt áfram niður eftir berginu og þegar ég var að verða komin að þeim stað sem ekki er hægt að fara neðar náði ég extra löngu kasti og undir var 1/2 tommu rauður Elliði, þegar stutt var eftir af rekinu var rifið all hressilega í og fór ekki á milli mála að þarna væri alvöru fiskur á ferðinni.
Einhverjum 4-5 min seinna laumaði Axel háfnum undir rétt rúmlega 100cm hrygnu.
Síðan hef ég alltaf heimsótt staðinn bæði þegar ég hef verið að veiða sjálfur eða að leiðsegja mönnum sem ég veit að geta bæði komist þarna niður og jafnframt kastað nógu langt til að ná út til fiskanna og oft hefur það gefið góða raun.
Mbk
Boggi Tona

P.S ef þú lest þetta Boggi þá vannstu dag í Eystri Rangá 22.06 – heill dagur og mæting í hús kl 7:30.