You are currently viewing Ágætis byrjun 2023
Ágætis byrjun 2023

Jæja þá eru ársvæðin okkar – Eystri Rangá og Austurbakki Hólsár búin að vera opin síðan síðla júní. Skemmst er frá því að segja að veiðin í Eystri Rangá hefur verið mun betri en í byrjun tímabils í fyrra en nú höfðu þann 06.07 veiðst 113 laxar á móti 69 á sama tíma í fyrra.

Enn er þetta nánast allt stórlax og þeir stærstu hafa verið á bilinu 95-97 cm, einn og einn smálax hefur verið að ganga síðustu daga og við bíðum eftir auknum krafti í göngurnar þá kemur í ljós hverning framhaldið verður.

Austurbakki Hólsár hefur á sama tíma byrjað mun rólegar en undanfarin fimm ár og þegar þetta er skrifað hafa komið á land 11 laxar á móti 30 á sama tíma í fyrra og svipuðu árin þar á undan. Við vonum innilega að hún fari að hrökkva almennilega í gang og vonandi er þess ekki langt að bíða.

Þverá í Fljóthlíð opnar svo á morgun þann 08.07 og fyrsta holl í Affallinu er þann 10.07. Það verður spennandi að fylgjast með opnun í þessum ársvæðum og við færum ykkur að sjálfsögðu fréttir.

Myndin er af Bjarna Hjaltasyni með glæsilegan 84 cm lax af Austurbakka Hólsár

Veiðikveðja

Jóhann Davíð –   johann@kolskeggur.is