You are currently viewing Lokatölur af svæðum Kolskeggs 2022
Lokatölur af svæðum Kolskeggs 2022

Nú er tímabilið á enda og þetta var heilt yfir ljómandi fínt. Við færum ykkur lokatölur af svæðum Kolskeggs.

Eystri Rangá

Eystri byrjaði mjög rólega en allt er gott sem endar vel. Áin skilaði 3807 löxum sem er fín bæting frá því 2021 þegar 3274 laxar komu á land. Það vekur athygli hvað september var góður í ánni en þá komu yfir 1000 laxar á land.

Hólsá Austubakki

Hér var líka bæting en Hólsáin skilaði 403 löxum á móti 364 2021.

Affall í Landeyjum

Affallið byrjaði líka seint en fór eftir það í fluggír og skilaði 1079 löxum og fór í níunda sætið yfir bestu laxveiðiár Íslands, hvorki meira né minna!

Þverá í Fljótshlíð

Þverá skilaði 161 laxi sem er töluvert undir væntingum og við gerum okkur vonir um mun betri veiði á næsta tímabili.

Samtals gera þetta 5450 laxar af okkar svæðum sem eru örruglega að minnsta kosti 5450 bros og ótal veiðisögur.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is