You are currently viewing Hólsá Austurbakki – Neðra svæði – 2023
Hólsá Austurbakki – Neðra svæði – 2023

Neðra svæðið á Austurbakka Hólsár leynir á sér í laxveiðinni. Þarna um fer allur lax sem fer í Eystri Rangá, Ytri Rangá að hluta og Þverá í Fljótshlíð. Það er því gríðarlegt magn af alxi sem fer þarna um. Og við erum búinn að bæta um betur því síðasta sumar voru settar upp tvær sleppitjarnir á neðra svæðið og verður spennandi að sjá hverju þær skila. Í framtíðinni er svo á áætlun að byggja hús fyrir veiðimenn þarna niður frá og með því gjörbreyta allri aðstöðu fyrir veiðimenn. Húsið ætti að vera tilbúið fyrir sumarið 2024.

Veiðileyfi í sumar á neðra svæði eru á mjög sanngjörnu verði eða frá 20-35 þús stöngin á dag sem er með því lægsta sem þekkist í laxveiði. Fjórar stangir veiða gríðarstórt svæðið og við seljum tvær og tvær stangir saman í pakka.

Hér má kynna sér svæðið: https://kolskeggur.is/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/

Hér má svo skoða og kaupa veiðileyfi: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/

 

Veiðikveðjur

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is