You are currently viewing Hólsá Austurbakki – laus holl
Hólsá Austurbakki – laus holl

Austurbakki Hólsár hefur verið gríðarlega vinsælt veiðisvæði en er þar allt til alls fyrir vinahópinn, fyrirtækið, nú eða stórfjölskylduna.

Veiðihúsið er með bestu sjálfmennskuhúsum á landinu og þar eru sex tveggja manna herbergi sem öll eru með baði, stór verönd og heitur pottur. Ekki sakar að bestu veiðistaðir eru í göngufæri frá veiðihúsinu.

Farið er að saxast verulega á framboðið í sumar en við eigum enn spennandi holl í vorveiðina frá 15-19.06 og svo holl að hausti sem geta verið fínn kostur. Verðið á stöngina á dag 15-17.06 er eingöngu 53.300 krónur stöngin, ef tveir deila stöng er verðið per mann með gistingu í tvo daga 53.300 krónur! Og þessir stóru koma fyrst, ef þú setur í lax á þessum tíma þá eru allar líkur á því að hann sé stór!

Hér má sjá lausa daga og ganga frá kaupum – Hólsá Vefsala

Svo losnaði hjá okkur óvænt holl á besta tíma eða frá 8-10.08. Ef áhugi er á því er best að hafa samband við undirritaðan.

Veiðikveðja – Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is