You are currently viewing Júníveiðin í Eystri Rangá – Tilboð
Júníveiðin í Eystri Rangá – Tilboð

Við vorum að setja í gang tilboð fyrir júnídaga í Eystri Rangá. Laxveiðin í júní í Eystri Rangá hefur oft verið mjög góð og mest hefur veiðin farið í 600 laxa árið 2016. Síðasta ár gaf áin um 60 laxa í júní og við erum að vonast eftir bætingu á því í ár. Hvenær kemur aftur 600 laxa vorveiði?

Annars er heilt yfir farið að minnka framboðið í Eystri Rangá  en þó má enn finna marga góða bita.

Hér má skoða framboðið í : Eystri Rangá

Af öðrum svæðum er það að frétta að Affallið er uppselt og lítið er orðið eftir á Austurbakka Hólsár. Við eigum enn eftir nokkur frábær holl í Þverá í Fljótshlíð. Þverá er mjög þægileg lítil á og við höfum tröllatrú á að hún sýni sitt rétta andlit í sumar.

Hér má skoða leyfi í: Þverá í Fljótshlíð

Við vorum svo að setja í gang sölu á Neðra Svæði Austurbakka Hólsár með þeirri nýjung að það verður veiðihús fyrir svæðið í sumar. Seldar verða tvær og tvær stangir saman og fylgir hverjum pakka hús sem samanstendur af svefnaðstöðu fyirir fjóta og sameinginlegu rými þar sem menn matast og spjalla.

Hér má skoða leyfi á: Neðra Svæði Austurbakka Hólsár