You are currently viewing Fréttir af Hólsá Austurbakka neðra svæði
Fréttir af Hólsá Austurbakka neðra svæði

Neðra svæðið á Austurbakka Hólsár getur gefið glettilega góða veiði þegar fiskur er í göngu. Allur fiskur sem fer í Rangárnar fer þarna í gegn og það getur verið ævintýralegt magn af fiski sem fer þarna um þegar göngur eru í hámarki.

Fram að þessu höfum við ekki séð alveg þann kraft í göngum sem við vildum sjá en þetta hlýtur allt að fara að koma. Allt virðist seint þetta sumarið og vonandi er veisla í vændum núna á næstunni og síðsumars.

Bogdan Niecier skellti sér á neðra svæðið á dögunum og náði tveimur löxum og tveimur sjóbirtingum. Sjóbirtingana fékk hann á stað númer 11 og laxana á stað númer fimm. Bogdan er með einn laxanna á meðfylgjandi mynd.

Við eigum eitthvað af lausum dögum á næstunni á neðra svæði sem gætu verið mjög spennandi kostur ef göngur fara að glæðast.

Hægt er að skoða laus leyfi hér: Hólsá neðra svæði

Veiðkveðja – Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is