You are currently viewing Þverá í Fljótshlíð 2021
Þverá í Fljótshlíð 2021

Þverá í Fljótshlíð líkt og önnur svæði á okkar vegum í Rangárþingi náði hreint ekki sömu hæðum og árið 2020. Þverá endaði árið í 168 löxum á móti 616 árið 2020. Þó ber að benda á að árið 2019 endaði hún í 143 löxum en rauk svo upp í 616 árið á eftir. Við erum að vona að það sama verði upp á teningnum á næsta ári, að Þverá skelli sér í gírinn eftir magurt ár.

Þetta var þó ekki eintómur barlómur í sumar þar sem mjög hátt hlutfall aflans var stórlax og þeir stærstu losuðu meterinn! Hvort viltu frekar veiða einn 90+ eða 4 smálaxa?

Þverá á sér marga unnendur sem halda tryggð við ána en við eigum nokkur holl á lausu í júlí og september. Þverá er ákaflega þægileg til veiða, lítil og hæglíðandi á sögufrægum slóðum í Fljótshlíðinni. Ef þú hefur áhuga á holli í Þverá endilega sendu undirrituðum línu sem fyrst.

Á myndinni má sjá Skarphéðinn með rígvænann Þverárlax

Kveðja góð

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is