You are currently viewing Uppáhalds veiðistaðurinn – Jakob Pálsson
Uppáhalds veiðistaðurinn – Jakob Pálsson

Eins og margir vita fórum við af stað með smá leik þar sem veiðimenn segja frá uppáhalds veiðistaðnum sínum. Fjölmargir hafa sent inn nú þegar og þökkum við góðar viðtökur.

Ef þú vilt vera með, endilega sendu smá texta og mynd af uppáhalds veiðistaðnum þínum á: johann@kolskeggur.is

Flott verðlaun í boði, tvær stangir í Eystri Rangá í júní og október. Senda má inn til 10.04 og dregið verður 15.04. En gefum Jakobi orðið:

Ef að ég þyrfti að velja mér einn uppáhalds veiðistað væri það Brekkuósinn í Gufudalsá. Vegna þess að þetta er þægilegur veiðistaður og er hann rosalega veiðilegur og fallegur, áinn minnkar, meiri straumur og dýpkar sem leiðir síðan í litla breiðu. Ein af mínum uppáhalds sögum tengt Brekkuósnum er að þarna veiddi afi minn mjög væna bleikju sem að faðir minn hafði sett í daginn áður á veiði staðnum fyrir neðan og hafði slitið hjá honum. Enda dregur staðurinn mann alltaf að honum þegar veitt er í Gufudalsánni. Hann geymir allt sem að manni langar í.

Myndin er frá Gufudalsá og er fengin að láni af vef svfr.