You are currently viewing Þverá í Fljótshlíð – laus holl
Þverá í Fljótshlíð – laus holl

Þverá í Fljótshlíð er skemmtileg fjögurra stanga á þar sem má veiða á bæði maðk og flugu. Áin á marga aðdáendur og er hún vel seld fyrir sumarið.

Veiðihúsið við ána var orðið mjög lúið vægast sagt og var tekin sú ákvörðun að sleppa því að hafa hús við ána í ár. Margir góðir gistikostir eru við ána og má þar til dæmis nefna að Hellishólar við árbakkann eru með tilboð upp á 10 þús á mann nóttin með morgunverði. Veiðileyfi í Þverá eru með ódýrari kostum á markaðnum og kosta þau einungis frá 20 þúsund á dag fyrir stöngina.

Við eigum eftir einn dag á besta tíma eða 26-27.08 á 50 þús stöngin á dag en svo er líka laust að hausti frá 26.09 og í júlí en þá er stöngin á 20 þúsund á dag.

Hægt er að skoða og kaupa veiðileyfi í Þverá hér: Þverá veiðileyfi

Hér má fræðast betur um ána: Þverá í Fljótshlíð

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is