You are currently viewing Góð ferð í Þverá
Góð ferð í Þverá

Þorvaldur Hreinsson og fjölskylda gerðu góða ferð í Þverá í Fljótshlíð 11-13.07. Hann sendi okkur eftirfanandi veiðisögu:

Við sáum lítið fyrr en að kvöldi 12 júlí. Þá voru komnir einhverjir laxar í nr. 50 og ég sá fyrsta laxinn í 48.

Smá saga. Ég kastaði út undir brúna í nr 50 fyrir 10 ára dótturdóttur mína og rétti henni stöngina. Í öðru kasti kallaði hún í mig og sagði að það væri eitthvað að gerast. Ég var vantrúaður en það var rétt hjá henni. Það var falleg Hrygna á. 64 cm og við lönduðum henni og klukkan bara 16:20 þann 11 júlí. Þá sagði yngri dótturdóttirin 7 ára að hún vildi líka veiða fisk og ég fór með þær og kastaði út fyrir þær báðar maðki með sökku í nr. 48 og sagði þeim að bíða uppi á brúnni þangað til eitthvað gerðist. Og eftir smástund kallaði sú litla að það væri fiskur á og það var rétt. Sæmilegur Urriði hafði bitið á og ég hjálpaði henni að landa honum en tók þá eftir að sökkan og girnið frá eldri systurinni var allt flækt um fiskinn líka en öngulinn fann ég ekki. Þegar ég hafði greitt aðeins úr þessu kom í ljós að Urriðinn hafði fyrst tekið maðkinn hjá annarri systurinni og stokkið beint á maðkinn hjá hinni og var með báða önglana í kjaftinum sem var reyndar troðfullur af möðkum. En auðvitað tók fiskurinn fyrst öngulinn hjá yngri stelpunni og þær báðar komnar með fisk kl. 17:20 á fyrsta degi. Restina af veiðitímanum vorum við tveir til fjórir karlar að veiða en ég náði fjórum urriðum en hinum gekk ekkert.
Einn lax og fimm urriðar komu á land í þessu holli.
Kv. Þorri.