You are currently viewing Veiðifréttir af svæðum Kolskeggs 2023
Veiðifréttir af svæðum Kolskeggs 2023

Það var fjári kallt vor og fram eftir júní var þetta fremur miður geðslegt veðurfarið hér sunnan heiða. En svo kom sólin upp eða þannig og nú hefur ekki rignt í mánuð með tilheyrandi brakandi þurrki. Tvær af ánum okkar þjást örlítið út af því – Affallið og Þverá.

Veiðin byrjaði líkt og sumarkoman seint á okkar svæðum og má segja að allt sé nokkrum vikum seinna en í fyrra. Þessa dagana er land að rísa og t.d hollið sem var að klára á Austurbakka Hólsár var með 34 laxa og Eystri Rangá er farin að skila 40 plús á dag. Neðra svæði Hólsár hefur líka komið sterkt inn og eru margir að gera afbragðs veiði þar.

Affallið byrjaði hægt en samkvæmt fregnum frá síðasta holli er þar að hellast inn eitthvað af fiski. Þverá er því miður nokkuð döpur enn sem komið er og við bíðum þar eftir bæði rigningu og göngum. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næstu tvær vikur, eftir það ætti að liggja fyrir hvernig þetta sumar kemur út.

Myndin er af glæsilegum 90 cm hæng sem Rögnvaldur tók á Austurbakka Hólsár.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is