You are currently viewing Eystri Rangá – tölfræði – lokayfirferð
Eystri Rangá – tölfræði – lokayfirferð

Eins og menn hafa líkelga rekið augun í höfum við verið með nokkuð ítarlega yfirferð um veiðina í Eystri í sumar. Ef þið hafið misst af því þá má léttilega fletta í fréttasafninu til að skoða greinarnar.

Við höfum nú sett alla tölfræði úr Eystri Rangá í eitt myndrænt skjal sem hægt er að hlaða niður með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Þetta eru aldeilis tölur sem hægt er að grúska í og nördast yfir.

Hér má nálgast skjalið: Eystri Rangá tölfræði skjal 

Það minnkar í sífellu framboðið í Eystri næsta sumar en hér má sjá hvað er á lausu: Eystri veiðileyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is