You are currently viewing Eystri Rangá – Tölfræði 2020 – júlí
Eystri Rangá – Tölfræði 2020 – júlí

Eins og menn vita var veiðin í Eystri hreint stórkostleg og endaði áin í 9070 löxum.

En hvernig skiptist veiðin? Hvaða svæði voru best? Hvað var mikið af stórlaxi? Af hverju er himinninn blár? Við ætlum að leitast við að svara þessum spurningum með nokkrum pistlum um veiðina í sumar, nema kannski þessu síðastnefnda, þið verðið að gúggla það!

Við þökkum Gunnar Skúla staðarhaldara og yfirgæd sem hafði veg og vanda af því að taka þessar tölur saman eftir að hafa lesið maaargar blaðsíður af veiðibókum.

Næst í röðinni er júlímánuður en þá fór veislan í fimmta gír!

 

Af þessum tölum má sjá margar athyglisverðar staðreyndir. Það kom undirrituðum örlítið á óvart að stórlax var ekki stærri hluti aflans en raun ber vitni. Samkvæmt þessu er smálax 3012 eða 87% af aflanum og stórlax 13%, miðað við magnið af smálxi getum við aftur á móti nánast lofað stórlaxaveislu næsta sumar verði blessað hafið í lagi.

Hvað svæði varðar þá bar ásinn af varðandi veiði með 937 laxa veidda, næst á eftir honum kom þristurinn með 782, sexan og nýjan voru lélegust í júlí en þau spýttu í lófana síðar um sumarið. Besti dagurinn í júlí var sá 26. með 232 laxa veidda, alls voru 18 dagar í júlí sem gáfu yfir 100 laxa sem er frábær árangur.

Meðalveiði a stöng í júlí er 6,3 laxar sé miðað við 18 stangir en vegna kóvidd þá voru of færri stangir að veiða ána. Þetta er stórkostlegur árangur!

Uppselt er í Eystri í júlí á næsta ári en við eigum daga í Austurbakka Hólsár sem er neðsti hluti Rangána í júní og júlí. Það gæti verið ákaflega spennandi kostur miðaða við magnið af stórlaxi sem gæti komið snemma. Hér má lesa nánar um svæðið: Austubakki Hólsár

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is