You are currently viewing Gleðilega veiðihátíð
Gleðilega veiðihátíð

Jæja þar kom að því, eftir vægast sagt fremur leiðinlegan vetur er loks komið að því að bleyta í færi á ný. Eldsnemma í morgun voru líklegast margir góðir veiðimenn vaknaðir eldhressir með bros á vör á leið í langþráða veiði.

Og við erum svei mér líka heppnir með veður þennan fyrsta daginn í veiði þetta árið. Hitinn er vel yfir frostmarki, þungbúið og veiðilegt. Það verður spennandi að heyra tíðindi frá deginum og sjá myndir af spriklandi fiskum.

Við hjá Kolskegg erum með eitt veiðisvæði sem opnar fyrir sjóbirtinginn en  Austubakki Hólsár opnar í dag. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur þar.

Við eigum nokkur holl eftir á Austurbakkanum sem fá má á ákaflega sanngjörnu verði og sjá má hér: Austurbakki vorveiði

Veiðikveðja – Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is