Nú líður óðum að því að við opnum Eystri Rangá en það verður eftir tæpan mánuð, þann 20.06. Uppselt er nú á opnunardaginn en við eigum nokkrar stangir dagana á eftir og vorum að bæta við stöngum 26-8.06.
Við erum að selja júnídagana á góðu verði og er eftir nokkru að slægjast þar sem fiskarnir í byrjun eru stórir og alltaf séns að setja í tröll.
Við rýndum í tölfræðina frá því í fyrra og þar kom í ljós að fiskarnir sem veiddust í júní voru nánast eingöngu stórlaxar en fimm smálaxar undir 69 cm slæddust með. Veiðin í fyrra hélt mönnum við efnið en það komu á land á bilinu 1-11 laxar á dag í júní. Þetta telst þó ekkert frábær árangur þar sem áin hefur átt það til að gefa laxa í hundruðum þessa fyrstu daga.
Mín tilfinning fyrir sumrinu er góð og ég vonast eftir að sjá kröftugri göngur af stórlaxi í upphafi. Á myndinni má sjá Kalla Lú með glæsilegan meters fisk af Bátsvaði.
Hér má skoða veiðileyfi: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is