You are currently viewing Hólsá vorveiði 2026
Hólsá vorveiði 2026

Það styttist óðum í fyrsta kastið. vorveiðin opnar þann fyrsta apríl og við eigum fínan kost fyrir hópinn þinn. Á austurbakka Hólsár getur verið ágæt vorveiði bæði í birting og staðbundinn silung.

Svæðið er frábært fyrir hópa eða stórfjölskyldur þar sem gistirými er fyrir allt að 12 manns. Veiðisvæðið er gríðarvíðfeðmt og nægt pláss fyrir sex stangir þar sem veitt er frá ósi við Eystri Rangá og alla leið til sjávar.

Við erum að selja eingöngu helgar í vor og er svæðið mikið til hvílt á milli. Vorveiðin er á flottu verði eða eingöngu 290 þús per holl. Vilji menn þrif eftir dvöl og uppábúin rúm er það 75 þús að auki.

Hér er hægt að skoða hvað er í boði: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is