You are currently viewing Hólsá aðalsvæði komið í vefsölu
Hólsá aðalsvæði komið í vefsölu

Aðalsvæðið á austurbakka Hólsár hefur verið ákaflega vinsælt og er það sérstaklega hentugt fyrir stóra vinahópa, fyrirtæki og fjölskyldur. Veiðihúsið er eitt það glæsilegasta á landinu með sex herbergjum sem öll eru með sér baði. Við tókum húsið í gegn fyrir okkar fyrsta tímabil og hefur mönnum liðið ákaflega vel í fallega sveitasetrinu. Þegar fara saman góður aðbúnaður og góð veiðivon – þar er gott að vera. Og við erum vongóð um enn betri veiðivon næsta sumar þar sem sleppingar voru stórauknar í Hólsá sjálfri og vel var sleppt í Eystri Rangá og Þverá.

Salan í Hólsá hefur verið með ágætum og nú er farið að grynnka verulega á framboðið. Það var að losna eitt holl á topptíma eða frá 8-10.08 og að auki er laust eitt holl frá 5-7.07 sem er skemmtilegur tími í stórlaxinn. Varðandi þessi holl hafið samband við undirritaðan.

Öll önnur laus holl eru komin í vefsölu og má sjá þau hér: Hólsá Austurbakki aðalsvæði

Veiðikveðja – Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is

Á myndinni má sjá Margréti Ólafsdóttur með 101 cm lax úr Ármótum.