Haustin í Eystri Rangá geta verið glettilega góð og þar er hægt líka að fá veiðileyfi á góðu verði. Við rendum yfir tölfræðina fyrir september og október og þar er að sjá forvitnilegar tölur.
Í september veiddust samtals 648 laxar og var besti dagurinn 15.09 en þá veiddust 62 laxar. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem bestu dagarnir eru yfirleitt í tenglsum við maðkaopnun í byrjun mánaðar en svo var ekki að heilsa á síðasta ári. Bæði er þar um að kenna að skilyrði voru erfið í maðkaopnun og líka það að þeir sem opna eru fremur afslappaðir við veiðiskapinn og leggja ekki áherslu á magnveiði. Þetta skilar því að dagarnir eftir maðkaopnun frá 5-10.09 er afar góður kostur í ánni. En já, aftur að tölunum. Það veiddust samtals 648 laxar í september sem gerir 1.2 lax á stöng sem er prýðileg veiði.
í október veiddust svo 211 laxar og var 04.10 bestur með 20 laxa. Meðalveiðin í október var því rétt undir 1 laxi á stöng á dag.
Við vorum að setja inn í vefsölu afar spennandi holl á bilinu 5-10.09 sem sjá má hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is