You are currently viewing Vefsalan opin – ævintýri í boði
Vefsalan opin – ævintýri í boði

Kæru veiðimenn,

Við vorum að opna vefsöluna og þar eru fjölmörg laxveiðiævintýri í boði.

Hólsá Austurbakki vorveiði – https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/

Ódýr vorveiði fyrir sjóbirting og silung. Aðeins seldar helgar og svæðið mikið til hvílt á milli. Hér komast allt að 12 manns saman með húsi á aðeins 290.000 krónur. Það er 24 þús kall á mann ef 12 eru saman.

Hólsá Austurbakki – Neðra svæði – https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/

Líklega með ódýrari laxveiði á landinu. Svæðið er á sérstöku kynningarverði í sumar og verð per stöng með gistingu er frá 20.000 á dag. Sleppingar voru stórauknar á svæðinu síðasta sumar.

Hólsá Austurbakki – Aðalsvæði – https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-adalsvaedi/

Virkilega skemmtilegt svæði fyrir hópa og vinnuhópa. Frábær aðstaða og góð veiði rétt við veiðihúsið. Góð veiði var 2025 og við jukum samt enn við sleppingar. Við eigum örfá holl á lausu fyrir næsta sumar.

Eystri Rangá –  https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Það var fín aukning á veiðinni í Eystri í sumar. Við slepptum sama magni og undanfarin ár og vonumst eftir enn meiri bætingu á næsta ári. Allt löglegt agn er leyft í ánni frá 01.09 en eingöngu fluga fram að því.

Breiðdalsá – https://kolskeggur.is/product-category/brei/

Það er fallegt í Breiðdalnum og áin er ein sú fallegasta á landinu. Við höfum stóraukið sleppingar í ána og veiðin hefur tekið kipp upp á við. Það verða ævintýri í Breiðdalnum næsta sumar!

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – S: 7937979 – johann@kolskeggur.is