You are currently viewing Af veiðum á Austurbakka Hólsár
Af veiðum á Austurbakka Hólsár

Veiðin á Austurbakka Hólsár hefur farið ágætlega af stað og eru flest holl að gera veiði bæði á neðra og efra svæði. Veiðin nú í upphafi hefur mest verið tveggja ára lax en einn og einn smálax í bland og svo líka fallegir sjóbirtingar. Hann Bæring var að ljúka veiðum á aðalsvæði og sendi okkur eftifarandi skýrslu og þessa glæsilegu mynd sem fylgir með fréttinni.

“Sæll vorum að koma úr Hólsá, mikið af fiski í Rennu og Höll, fiskur að ganga en átti vona á sterkari göngum, en fer að detta í gang, komu nokkrir flottir 2 ára fiskar á land, stærsti 94cm, 2stk 85cm, 1 81cm og nokkrir +70, og nokkrir +60cm smálaxar og 1stk 57cm smá lax í Skógi.”

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is