Við vorum að opna fyrir sölu á Þverá í Fljótshlíð fyrir næsta sumar. Þverá er lítil og þægileg fjögurra stanga á þar sem veiða má bæði á maðk og flugu. Þverá hefur mest gefið yfir 600 laxa á sumri en síðsustu ár hefur hún alls ekki náð þeim hæðum.
Nú í sumar olli áin töluverðum vonbrigðum en við vonum að botninum sé náð og hún fari að rétta úr kútnum. Veiðileyfi í Þverá eru á hagstæðu verði og þau hafa ekki hækkað síðan 2019. Stöngin á dag án gistingar er á bilinu 20-50 þús.
Hægt er að skoða og kaupa leyfi hér: https://kolskeggur.is/product-category/thvera/
En veiðin hjá okkur byrjar fyrr á öðru svæði og er þar um að ræða sjóbirtingsveiðina á Austurbakka Hólsár. Svæðið hefur verið vinsælt enda geta þar verið allt að 12 manna hópar í góðu yfirlæti og verði er stillt í hóf.
Hér má sjá leyfi sem eru laus í vorveiðina: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/
í næstu viku munum við svo hefja sölu á neðra svæði Austurbakka Hólsár en þar munu rísa einföld veiðihús fyrir sumarið.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is