You are currently viewing Júníveiðin í Eystri Rangá
Júníveiðin í Eystri Rangá

Eystri Rangá opnar fyrir veiði þann 20.06 næstkomandi eða eftir rétt tæpa fimm mánuði og við erum farin að telja niður. Það er alltaf ákaflega spennandi að veiða ána í júní af því að maður veit að þar eru einungis stórir fiskar á sveimi.

Veiðin árið 2023 í júní var töluvert betri en árið á undan. Alls veiddust 58 laxar í júní í fyrra og var það allt stórlax fyrir utan fimm smærri sem slæddust með. Við erum að sjálfsögðu að vonast eftir betri veiði í júní í ár en hún á það til að gefa mjög vel í júní. Þannig komu ár þar sem vorveiðin fór yfir 400 fiska.

Við eigum veiðileyfi á bilinu 21-25.06 og er verðið per stöng á dag frá 72.000 krónum. Hægt er að skoða og kaupa veiðileyfi hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is