Í hádeginu í dag fór Eystri Rangá yfir 2000 laxa veidda í sumar og er þar með fyrsta áin á landinu til að ná þeim áfanga. Undanfarið hefur áin verið að gefa þetta 30- 40 laxa á dag en í gær breyttust skilyrði aðeins og þá komu upp 54 laxar. Það virðist nefnilega ágætt magn af laxi á sumum stöðum en taka hefur verið dræm og mikið um missta fiska.
Þverá í Flótshlíð tók líka smá kipp en síðasta holl þar var með 10 laxa. Síðasta hollið á Austurbakka Hólsár var með sjö laxa.
Á myndinni má sjá lax sem slagaði hátt í 20 pundin veiddan í Hrafnaklettum á svæði 3.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is