Neðra Svæði A. Hólsár 2023

Neðra svæðið á Austurbakka Hólsár kom ansi vel út í sumar og voru staðir þar sem voru hreinlega pakkaðir af laxi á besta tíma. Þá erum við sérstaklega að tala um stað númer 13 sem gaf flotta veiði löngum stundum. Ástæðan fyrir þessari bætingu á veiðinni má tvímælalaust rekja að hluta til þess að við settum tvær tjarnir á svæðið sem voru að gefa legufisk árið 2023. Önnur tjörnin er einmitt rétt fyrir ofan stað númer 13 og hún var að svínvirka. Við slepptum að sjálfsögðu líka í þessar tjarnir fyrir næsta ár. Heildarveiðin á…

Continue ReadingNeðra Svæði A. Hólsár 2023

Breiðdalsá – nýtt veiðisvæði!

Við hjá Kolskegg kynnum með stolti til sögunnar okkar nýjasta veiðisvæði sem er Breiðdalsá í Breiðdal. Þeir sem til þekkja vita að Breiðdalsá er einhver stórbrotnasta á landsins og hefur hún að geyma fljölbreytta og fallega veiðistaði. Hér má sjá nánari upplýsingar og myndir af ánni: https://kolskeggur.is/breiddalsa/ Breiðdalsá hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár en við ætlum að breyta því aldeilis til hins betra. Við ætlum að stórauka sleppingar og með því auka laxgengd og hækka veiðitölur. Síðasta sumar var sleppt í ána um 60 þús seiðum sem ætti að skila veiði yfir 500 löxum…

Continue ReadingBreiðdalsá – nýtt veiðisvæði!

Svartur silungur 23! Tilboð á völdum veiðileyfum

Enn höldum við hjá Kolskegg áfram að taka þátt í þessu sem menn kalla svartan föstudag en við neitum að kalla þetta nokkuð annað en - Svartan silung! Við höfum lækkað verð á völdum dögum í vefsölunni bæði í Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár. Tilboðin gilda eingöngu fram á þriðjudaginn 28.10. Nú er um að gera að láta sig dreyma og skella sér á veiðileyfi á góðum kjörum. Hér má sjá dýrðina: https://kolskeggur.is/vefsala/ Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is

Continue ReadingSvartur silungur 23! Tilboð á völdum veiðileyfum

Bókanir í fullum gangi

Nú er akkúrat rétti tíminn til að láta sig dreyma um góða stund við árbakkann næsta sumar. Það er alltaf gott að leyfa sér að hlakka til sumarsins og laxveiðinnar og þess stóra sem kemur örrugglega í næsta kasti! Við höfum nú hafið bókanir í Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár. Bókanir í Affalli og Þverá hefjast væntanlega innan skamms. Eins og við sögðum þá hækkum við leyfin í Eystri og Hólsá eingöngu um 5% þrátt fyrir 8% verðbólgu sem er raunlækkun á veiðileyfum. Geri aðrir betur! Vefsalan okkar hefur verið opnuð og sjá má lausa…

Continue ReadingBókanir í fullum gangi

Vefsalan opnuð – hvar verður þitt ævintýri?

Þá er tímabilinu rétt lokið og þá er að sjálfsögðu vert að huga að því næsta. Þetta veiðir sig ekki sjálft! Við vorum að opna vefsöluna og byrjum á að bjóða þar daga og holl í Eystri Rangá og á Austurbakka Hólsár. Þrátt fyrir 8% verðbólgu þá hækkum við mest um 5% á þessum svæðum og ætlum þannig að leggja okkar litlu vog á lóðarskálarnar til að losna við verðbólgudrauginn! Í vefsölunni er nú að finna t.d spennandi júnídaga í Eystri Rangá og holl þar og á Austurbakka Hólsár. Þarna gætu aldeilis verið ævintýri í…

Continue ReadingVefsalan opnuð – hvar verður þitt ævintýri?

Veiðin í Eystri Rangá í sumar (2023)

Nú eru bara nokkrir dagar eftir af tímabilinu og farin að koma heildarmynd á veiðina í Eystri Rangá í sumar. Líkt og er raunin í ár er veiðin ekki jafn góð og í fyrra en nú stefnir í nálægt 2600 laxa veiði á móti um 3800 í fyrra. Við erum auðvitað alltaf bjartsýn á betri veiði næsta sumar! Eystri Rangá hefur gefið töluvert af stórlaxi í sumar og samkvæmt bráðabirgðatölum er stórlaxahlutfall rétt yfir 30%. Þannig eru smálaxar undir 69cm - 69.35% af veiðinni laxar á bilinu 70-79 cm - 9.7% af veiðinni laxar á…

Continue ReadingVeiðin í Eystri Rangá í sumar (2023)

Haustið læðist að

Þessir haustdagar undanfarið hafa verið hreint ágætir með fínasta veðri sem tilvalið er til útivistar. Helst er að hann sé svolítið kaldur á morgnanna en svo fer hann alveg léttilega yfir fimm gráðurnar yfir daginn. Og það er veiði! Árnar eru aknnski ekki að gefa mikið strax í morgunsárið en þegar hlýnar þá fer hann að taka. Veiðin í Eystri Rangá var hreint ágæt síðustu vikuna með 108 laxa veidda. Þar sem eingöngu er veitt á 12 stangir á dag þá eru þetta 1.2 lax á stöng á dag sem er vel ásættanlegt í október.…

Continue ReadingHaustið læðist að

Flott vika í Eystri Rangá

Við sögðum að Eystri Rangá ætti töluvert inni og það er nú að koma í ljós. Síðasta vika gaf þannig 238 laxa á stangirnar 18 sem er hreint pýðileg veiði og sú besta á landinu þá vikuna. Ef við skoðum tölurnar nánar þá er þetta veiði upp á 34 laxa á dag að meðaltali eða  1.9 lax á stöng á dag. Og þetta er alls ekki allt smálax! Töluvert af stórum laxi er að koma upp og í vikunni veiddist stærsti lax sumarsins sem var 100,5 cm hængur sem veiddist á svæði 9. Við eigum…

Continue ReadingFlott vika í Eystri Rangá

Veiðifréttir 15.09.23

Það er komið haust í þetta og hængarnir farnir að verða vígalegir. Veðrið síðustu daga hefur samt verið til friðs og aðstæður til veiða hinar bestu. Holl sem lauk veiðum í Eystri Rangá í gær var með 56 laxa eftir tvo daga og voru margir af þeim stórir drellar eins og sjá má á myndinni sem er af Benedikt Ólafs. Benedikt fékk þennan svaðalega hæng á svæði 3 í ánni og áætlum við hann jafnvel yfir 20 pund. Mælingin misfórst eitthvað þannig að við getum ekki staðfest það. Eystri Rangá er nú komin yfir 2000…

Continue ReadingVeiðifréttir 15.09.23

Haust-tilboð í Eystri Rangá 2023

Kæri veiðimaður, Við vildum vekja sérstaka athygli á að við eigum enn eftir fimm stangir í Eystri Rangá þann 13.10. Andvirði allra seldra stanga þann dag rennur óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hægt er að skoða og kaupa hér: Eystri Vefsala Komist þú ekki þann dag er enn um nóg að velja og við vorum að setja valda daga í haust á tilboð sem finna má í vefsölunni okkar. Haustið getur verið skemmtilegur tími í Eystri og þá er hægt að komast í ódýra veiði með góðri veiðivon. Hér má skoða leyfi: Eystri Vefsala Ágætlega veiddist…

Continue ReadingHaust-tilboð í Eystri Rangá 2023