You are currently viewing Úrslit Veiðimyndasamkeppninar
Úrslit Veiðimyndasamkeppninar

Síðuritari ásamt teymi hefur setið sveittur við að velja úr bestu veiðimyndirnar í samkeppninni. Úr vöndu var að ráða þar sem óttrúlega margar glæsilegar myndir voru sendar inn og kunnum við veiðimönnum bestu þakkir.

Sú mynd sem vann til fyrstu verðlauna er þessi glæsilega stemmningsmynd af Berglindi Kristjánsdóttur að glíma við Stórlax í Laxá í Aðaldal. Sigvaldi Lárusson tók myndina.

Önnur verðlaun fær Kjartan Marínó fyrir þessa fallegu mynd af Andra Marinó með flottann sjóbirting úr volanum.

Myndin í Þriðja sæti er þessi fallega mynd af Stoltum ungum veiðimanni með fallegan urriða. Veiðimaðurinn heitir Kristófer Jökull og ljósmyndari er Sigurður Samik.

Kolskeggur þakkar kærlega fyrir þáttökuna. Gleðilegt veiðisumar!

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is