You are currently viewing Uppáhalds veiðistaðurinn – Helga veiðir
Uppáhalds veiðistaðurinn – Helga veiðir

Eins og margir vita fórum við af stað með smá leik þar sem veiðimenn segja frá uppáhalds veiðistaðnum sínum. Fjölmargir hafa sent inn nú þegar og þökkum við góðar viðtökur.

Ef þú vilt vera með, endilega sendu smá texta og mynd af uppáhalds veiðistaðnum þínum á: johann@kolskeggur.is

Flott verðlaun í boði, tvær stangir í Eystri Rangá í júní og október. Senda má inn til 31.03 og dregið verður 01.04. En gefum Helgu orðið

Elska spontant veiði.

Helga! Ég er búin að bóka stöng í Eystri-Rangá 20 okt, lokadaginn þú kemur með. Uuu já okei en ég þarf að redda fríi í vinnunni. Að sjálfsögðu reddast það að fá frí. það var svalur en fallegur morgunn er við heldum austur á leið. Hafði ekki veitt í Eystri – Rangá fyrr var því spennt fyrir þessu. Kvöldinu áður hafði ég sest við væsinn og galdraði framm nokkrar tröllafiskaflugur fyrir veiðina. Nú átti að taka hann. Við byrjuðum á svæði 6 reyndum við nokkra staði, ekkert að frétta, það var ekki fyrr en að við komum að Rangárvaði að eitthvað fór að gerast. það var byrjað að glefsa i flugurnar hjá okkur. Við skiptumst bróðurlega á að kasta og allt í einu var allt fast hjá mér eða ekki, botninn hreyfðist. Eitt tröllið stóðst ekki tröllafislafluguna mína og við tók þónokkur dans. En ég hafði betur og í háfnum endaði þessi fallega 94cm hrygna. Hún fór að sjálfsögðu í kistuna og vonandi eru að klekjast út lítil tröllafisksseiði frá henni. Veiðifélaginn náði líka einum en hann var ekki næstum jafn stór 😄 gleymdist meir að segja að taka mynd. Þetta toppaði veiðitimabilið og fyrir vikið verður Rangárvað minn uppáhaldsstaður í ánni. Hlakka til að koma aftur <3