Þverá í er skemmtileg lítil og aflíðandi laxveiðiá í Fljótshlíðinni. Aðgengi að flestum stöðum er með ágætum og engin gljúfur eða flúðir sem þarf að klöngrast meðfram. Flugan fer ákaflega vel í ánni en einnig má veiða þar á maðk sem er orðið fágætt í dag. Laxveiðin er skemmtileg í Þverá!
Meðalveiði síðustu 10 ára er 334 laxar á ári. Lægst fór hún í 143 laxa árið 2019 en árið á eftir kom sprengja með 616 löxum veiddum. Síðustu tvö sumur hafa valdi nokkrum vonbrigðum með aðeins um 160 laxa veiði en hún bara hlýtur að koma til aftur í sumar. Sé horft í söguna þá hefur alltaf rétt úr kútnum eftir mögur ár. Það hefur aldrei verðið sleppt jaf miklu og var gert fyrir sumarið 2022 og þar sem lítið skilaði sér í sumar sem leið þá hlýtur slatti að koma sem tveggja ára lax í ár plús það sem kemur úr sleppingunni síðasta sumar sem gekk mjög vel.
Veiðileyfi í Þverá eru ódýr eða á bilinu 20 – 50 þús stöngin á dag. Ekki fylgir með gisting en Hellishólar við árbakkann bjóða gistingu með morgunverði á 13 þús á mann nóttin.
Hér má sjá leyfi í ánni og kaupa sér ævintýri í sumar: https://kolskeggur.is/product-category/thvera/
Hér má lesa sér til um Þverá: https://kolskeggur.is/thvera/
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is