You are currently viewing Það styttist í laxinn
Það styttist í laxinn

Nú er farið að líða á seinni hluta maí og ekki laust við að spennan sé farinn að aukast all verulega. Nú nýlega heyrðum við fréttir af því að fyrstu laxarnir hefður sést í Kjósinni og var það kærkomið að heyra. Vel gæti verið að þeir fari að skríða inn í Hólsánna á næstu dögum en fordæmi eru fyrir því að fyrstu laxarnir hafi sést þar í lok maí. Í fyrra veiddist fyrsti laxinn á Austurbakka Hólsár þann 02.06!

Það er farið að þynnast all verulega framboðið á okkar ársvæðum. Austurbakki Hólsár er uppseldur frá 04.06 -8.09, Þverá er uppseld fyrir utan fimm holl í október, Affallið er uppselt og það er ekki langt í að Eystri Rangá verði uppseld.

Nú er bara að vonast eftir góðum endurheimtum úr hafi og að allir fari heim úr veiðtúrnum sínum með bros á vör.

Á myndinni með greininni má sjá Margréti Ólafsdóttur með 101 cm tröll úr veiðistaðnum Ármót á Austurbakka Hólsár, vonandi sjáum við nokkra í þessari yfirstærð í sumar!

Jóhann Davíð –   johann@kolskeggur.is