Það er komið haust í þetta og nú fara stóru hængarnir á stjá. Veiðin í Eystri Rangá hefur verið betri í sumar en í fyrra og nú í síðustu viku voru enn að koma dagar með yfir 40 laxa veiði á dag. Við eigum enn daga í haust viljir þú kíkja í einn lokatúr og við bjóðum upp á sérverð á völdum dagsetningum.
Hér má sjá hvað er í boði í Eystri Rangá: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/
Affallið hefur valdið nokkrum vonbrigðum í sumar en nú í september er það að koma til. Í síðustu viku veiddust þar 40 laxar.
Hólsá Austurbakki hefur verið á fínu flugi í sumar og er veiðin þar töluvert betri en í fyrra. Mikið af laxi er enn í Ármótum og niður að Háabakka. Við bjóðum upp á ódýrar dagstangir í Hólsá í Október og má sjá úrvalið hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-adalsvaedi/
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is