You are currently viewing Takk fyrir tímabilið!
Takk fyrir tímabilið!

Þá er tímabilið á enda og við hjá Kolskegg erum fremur ánægð með árangurinn á okkar veiðisvæðum. Öll okkar svæði nema Þverá skiluðu bætingu á milli ára og fyrir það ber að þakka.

Eystri Rangá endaði í 2870 löxum á móti 2202 í fyrra. Þetta er 30% aukning á milli ára sem er flottur árangur.

Hólsá Austurbakki endaði í 471 laxi á móti 295 í fyrra.  Þetta er 60% aukning á milli ára sem er frábær árangur. Við jukum enn á sleppingar í sumar og bíðum spennt eftir næsta sumri.

Affallið  endaði í 156 löxum á móti 100 í fyrra. Það er 56% aukning sem við þiggjum þó við vildum að sjálfsögðu sjá betri veiði.

Þverá í Fljótshlíð var svo á svipuðu róli með 56 laxa.

Við erum nú á fullu að bóka ævintýri næsta árs. Ef þú hefur áhuga á að skoða leyfi á svæðum Kolskeggs endilega hafðu samband við undirritaðann.

Veiðikeveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is